Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2012 10:39

Vítaverð umgengni við Norðurá

Nágranni við Norðurá í Borgarfirði segir að aðkoman við veiðistaðinn Ketil í ánni hafi verið ömurleg í gærmorgun, en Ketill er veiðistaður neðst í Hrauná í landi Laxfoss. Brynjólfur Guðmundsson bóndi í Hlöðutúni segir að þarna hafi einhverjir umhverfissóðar gert sig heimakomna og tjaldað við ána. Meðal annars hefðu þeir grillað á árbakkanum, með tilheyrandi eldhættu, og skilið svo eftir nokkra höldupoka fulla af bjórdósum og öðru drasli á víð og dreif. „Það er illskiljanlegt að fólk sem fer út í náttúruna til að gista í tjaldi og njóta sumarsins við eina fegurstu á landsins skuli ganga svona um,” segir Brynjólfur. Hann segir að einnig verði það að teljast vítaverður glannaskapur að kveikja eld á þessum stað á grónu landi í jaðri eins af stærri birkiskógum í héraðinu. „Hefði orðið laus eldur þarna er ómögulegt að segja hvar hefði tekist að stöðva það eldhaf þó svo að við höfum á að skipa slökkviliðsmönnum sem vinna sín verk með sóma og leggja sig alla fram við sín störf. 

Þarna hefðu sumarhús í landi Laxfoss, Litlaskarðs og Munaðarness verið í stórhættu auk veiðihúss Veiðifélags Norðurár. Þetta er ein af þeim döpru undantekningum á þeim fjölda fólks sem nýtur þess að ferðast um landið og kappkostar að skilja við hvern viðkomustað eins hann var þegar að var komið,” segir Brynjólfur. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is