Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2012 10:54

Söngbræður slógu lokatóna IsNord undir berum himni

Síðasti viðburður IsNord tónlistarhátíðarinnar í Borgarfirði voru útitónleikar sem fóru fram í kvöldsólinni í gær á Álftanesi á Mýrum. Það voru félagar í karlakórnum Söngbræðrum sem stigu á stokk og fluttu tónlist sem tengist sumri og sól enda var sólargangur næstlengstur þetta kvöld. Ágætur fjöldi af fólki lagði leið sína á Mýrarnar til að njóta tónlistar, náttúrunnar og góða veðursins. Á leiðinni niður Mýrarnar mátti bæði sjá fjárbændur á akstri með fé á afrétt og kúabændur sem voru við heyskap.

 

 

 

 

 

Afar notaleg stemning skapaðist á tónleikunum og mikið var hlegið, einkum af kynningum Viðars Guðmundssonar kórstjóra sem lipurlega slær á létta strengi. Klettabelti milli bæjarhúsanna og sjávar var góð umgjörð fyrir tónleikana og skapaði góðan hljómburð. Hrafnarnir sem áttu laup sinn skammt frá „kórpallinum“ tóku svo undir með gargi sínu og létu hina óvæntu tónleikagesti reglulega vita af sér. Að loknum tónleikum þakkaði Jónína Erna Arnardóttir stjórnandi IsNord gestgjafanum, Ásdísi Haraldsdóttur á Álftavatni, og kórnum fyrir framlag hans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is