22. júní. 2012 12:01
Innritun 10. bekkinga í framhaldsskóla á haustönn 2012 er nú lokið. Hlutfall þeirra sem fengu inni í öðrum hvorum þeim skóla, sem þeir sóttu um skólavist í, er 97,6%. Þeir sem fengu inni í þeim skóla sem þeir settu í fyrsta val voru 85,6% en 12% fengu inni í öðru vali. Þá fengu 103 nemendur fengu úthlutað námsplássi í þriðja skóla, það er skóla sem þeir sóttu ekki um í, samkvæmt reglum þar að lútandi. Í þeim er meðal annars kveðið á um að reynt er að finna skóla sem er næst heimili nemandans og hefur í boði nám, sem er hliðstætt því sem sótt var um.