25. júní. 2012 10:01
Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði björgunarsveitinni Lífsbjörgu í Snæfellsbæ gjafir nú fyrir skömmu. Þær samanstóðu af þremur 27 tommu tölvuskjáum og að sögn Davíðs Óla Axelssonar formanns Lífsbjargar munu þeir nýtast vel við að stjórna aðgerðum af öllum stærðargráðum bæði á sjó og landi. Þetta sé því góð viðbót við annan búnað sem verið er að koma upp í nýrri björgunarstöð Lífsbjargar sem sveitin er að taka í notkun í Rifi.