Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júní. 2012 12:21

Tilboð opnuð í rekstur tölvukerfa Akraneskaupstaðar

Síðastliðinn föstudag voru opnuð tilboð í útboðsverkið ,,Hýsing og rekstur miðlægs tölvubúnaðar, rekstur útstöðva, afritun og rekstur netkerfis Akraneskaupstaðar,“ en um er að ræða fyrrgreinda þjónustu næstu þrjú árin. Opnun fór fram á bæjarskrifstofunum að viðstöddum fulltrúum fimm af sex fyrirtækjum sem buðu í einstaka verkþætti útboðsins. Athygli vekur að allt að sjöfaldur verðmunur var milli hæstu og lægstu tilboða í einstaka verkþætti, en Upplýsingatæknifélagið Omnis átti í öllum tilfellum lægsta boð en Advania hf. hæstu tilboð. Núverandi þjónustusali er fyrirtækið Securestore á Akranesi sem lagði ekki inn tilboð.

 

 

 

 

Samningar sem gerðir verða á forsendum tilboðanna munu gilda í þrjú ár og eru öll eftirtalin verð án virðisaukaskatts: Í hluta eitt sem var sala á tölvubúnaði bauð Omnis 16,5 milljónir króna en hæsta boð frá Advania hljóðaði upp á 61,2 milljónir. Í afritunarþjónustu bauð Omnis 1.450 þúsund krónur en Advania rúmlega tíu milljónir króna. Loks átti Omnis einnig lægsta boð í rekstur netkerfið, bauð 3,2 milljónir króna en Advania bauð 14,4 milljónir. Samkvæmt þessu býður Omnis í hýsingu og rekstur miðlægs tölvubúnaðar, rekstur útstöðva, afritun og rekstur netkerfis bæjarins ríflega 21 milljón króna en Advania, sem átti hæsta boð bauð tæplega 86 milljónir króna. Munurinn hvorki meira né minna en 65 milljónir króna á þremur árum. Auk fyrrgreindra fyrirtækja lögðu Síminn, Þekking, Nýherji og Opin kerfi inn tilboð en þau lágu í verði á milli tilboða Omnis og Advania.

 

Að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara Akraneskaupstaðar er nú verið að yfirfara tilboðin og stefnt að þeirri vinnu verði lokið fyrir bæjarráðsfund fimmtudaginn 28. júní. Aðspurður segist Jón Pálmi ekki geta gefið upplýsingar um hver kostnaður við þessa þjónustuþætti hefur verið í rekstri bæjarins, segir erfitt að bera fyrirliggjandi útboð a tölvuþjónustu saman við raunkostnað undanfarin ár fyrir sambærilega þjónustu. „Samkvæmt útboðsgögnum nú er rekstur á netkerfum og ýmis þjónusta með öðrum hætti en verið hefur undanfarin ár. Af þeim sökum er erfitt að bera saman niðurstöðu tilboðanna og kostnað undanfarin ár.“ Jón Pálmi segir að markmið með útboði á tölvuþjónustu bæjarins sé tvíþætt. „Annars vegar er það lögbundið hlutverk sveitarfélaga að bjóða út opinbera þjónustu af þessu tagi og hins vegar er markmiðið ekki síður að fá hagkvæmt verð í þjónustuna. Vissulega eru væntingar manna nú til að binda ýmsa þjónustuþætti og búnaðarkaup inn með fastari hætti en verið hefur í eldri samningi og því er útboðið nú ekki samanburðarhæft við kostnað af rekstri tölvukerfa undanfarin ár,“ segir Jón Pálmi sem bætir því við að vonandi verði hægt að varpa skýrara ljósi á væntanlegan sparnað bæjarins eftir að starfsmenn hafa tekið saman gögn um málið fyrir bæjarráðsfundinn nk. fimmtudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is