Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júní. 2012 03:07

Grundfirðingar tóku stig í Garðinum

Grundfirðingar fóru í Garðinn föstudagskvöldið 22. júní og mættu þar ósigruðum Víðismönnum sem sátu á toppi á C-riðils. Rjómablíða og bæjarhátíðin Sólseturshátíðin í Garði stóð yfir en Víðismenn munu einmitt koma í heimsókn til Grundarfjarðar þegar bæjarhátíðin Á góðri stund verður haldin.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum. Víðismenn voru meira með boltann en náðu sjaldan að opna sterka vörn Grundfirðinga sem að Alexandar Linta stjórnaði af miklum myndarbrag. Gestirnir áttu nokkrar álitlegar sóknir og úr einni slíkri skoraði fyrirliði liðsins, Ragnar Smári Guðmundsson, þegar að hann slapp inn fyrir vörn heimamanna eftir fimmtán mínútna leik. Heimamenn náðu að jafna undir lok fyrri hálfleiksins með skoti við vítateigslínu eftir ágæta sókn og staðan því 1:1 í hálfleik. 

Víðismenn lögðu hinsvegar línuna á því sem koma skildi með tveimur ágætis færum strax á upphafsmínútunum síðari hálfleiks. Var það í raun saga það sem eftir lifði leiks, heimamenn sóttu af þó nokkrum krafti en tókst ekki að bæta við marki á meðan Grundfirðingar fengu ekki mörg færi. Viktor Örn Jóhannsson markmaður Grundfirðinga fékk dæmda á sig óbeina aukaspyrnu inn í vítateignum fyrir að handleika boltann of lengi á 70. mínútu en Víðismenn náðu ekki að nýta sér það. Tíu mínútum síðar varði Viktor svo mjög vel frá Víðismönnum af stuttu færi. Jafntefli var niðurstaðan og gestirnir hljóta að vera sáttir með það miðað við þróun leiksins. Næsti leikur Grundarfjarðar verður á laugardaginn þegar að þeir heimsækja Vogana til að etja þar kappi við heimamenn í Þrótti. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is