Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2012 06:30

Fyrsta nýja rútan á Vesturland frá hruni

Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar á Akranesi eru nýkomnir með á götuna glænýja 35 manna rútu sem fyrirtækið flutti inn og keypti beint frá verksmiðjum í Kína. Fólksflutningabíllinn nýi er af tegundinni Kinglong og er fyrsta rútan sem Íslendingar kaupa af þessari tegund, reyndar fyrsta rútan sem keypt er beint úr kassanum á Vesturland frá hruni, að sögn Sigurðar Reynissonar eins eiganda Hópferðabíla Reynis.

Nýi bíllinn fer í fyrstu hringferðina um landið nk. föstudag, en hann verður nýttur á ferðamannamarkaðinn sem og í hópferðir af ýmsu tagi. Hann er með leðurklædd og bólstruð sæti og sjónvarp eins og krafa er um í dag, sérstaklega í ferðum fyrir ungt fólk og íþróttahópa. Að sögn Sigurðar er þetta átjándi bíllinn sem fyrirtækið kaupir, það er 8-57 manna bíla. Hópferðabílar Reynis eiga 15 fólksflutningabíla sem flytja 16 farþega eða fleiri, þar af er einn strætisvagn.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is