Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2012 06:30

Fyrsta nýja rútan á Vesturland frá hruni

Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar á Akranesi eru nýkomnir með á götuna glænýja 35 manna rútu sem fyrirtækið flutti inn og keypti beint frá verksmiðjum í Kína. Fólksflutningabíllinn nýi er af tegundinni Kinglong og er fyrsta rútan sem Íslendingar kaupa af þessari tegund, reyndar fyrsta rútan sem keypt er beint úr kassanum á Vesturland frá hruni, að sögn Sigurðar Reynissonar eins eiganda Hópferðabíla Reynis.

Nýi bíllinn fer í fyrstu hringferðina um landið nk. föstudag, en hann verður nýttur á ferðamannamarkaðinn sem og í hópferðir af ýmsu tagi. Hann er með leðurklædd og bólstruð sæti og sjónvarp eins og krafa er um í dag, sérstaklega í ferðum fyrir ungt fólk og íþróttahópa. Að sögn Sigurðar er þetta átjándi bíllinn sem fyrirtækið kaupir, það er 8-57 manna bíla. Hópferðabílar Reynis eiga 15 fólksflutningabíla sem flytja 16 farþega eða fleiri, þar af er einn strætisvagn.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is