Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2012 08:01

Fótaaðgerðastofa opnuð í Borgarnesi

Kristín Helga Gísladóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, hefur opnað fótaaðgerðastofu í Borgarnesi. Stofuna rekur hún á heimili sínu að Brákarbraut 6, spölkorn frá Landnámssetri Íslands, og nefnist stofan Fótaaðgerðastofa Kristínar. Kristín opnaði stofuna um miðjan maí en áður hafði hún rekið stofu ásamt öðrum fótaaðgerðafræðingi í Reykjavík. Hún er upphaflega sjúkraliði að mennt og hefur starfað sem slíkur um árabil. Reynsla hennar af þeim vettvangi kemur því að góðum notum á stofunni. Hún söðlaði um og hóf nám í fótaaðgerðafræðum við Fótaaðgerðaskóla Íslands árið 2008. Fagið er nýtilkomið á Íslandi og var Kristín til dæmis í öðrum útskriftarárgangi skólans en hún lauk námi þaðan í desember 2009.

Hjá Fótaaðgerðastofu Kristínar er hægt að fá meðhöndlun við margskonar kvillum sem hrjáð geta fætur fólks, eins og líkþorni, siggmyndunum og inngrónum nöglum. Einnig veitir Kristín ráðgjöf vegna kaupa á skóm og innleggjum. Þá býður hún upp á að sinna reglubundu eftirliti fyrir fólk á ástandi fóta og bendir sérstaklega á íþróttafólk, sem sé iðulega undir miklu álagi. Aðstaða Fótaaðgerðarstofu Kristínar er góð og er þar meðal annars að finna glænýjan og þægilegan fótaaðgerðastól. Aðspurð um viðtökur stofunnar hingað til segir Kristín að reksturinn hafi farið rólega af stað. Þó hafi nokkuð verið að gera.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is