26. júní. 2012 09:01
Árbók Akurnesinga 2012 er komin út en þetta er jafnframt tólfti árgangur bókaraðarinnar. Í ritstjóragrein bókarinnar segir Sigurður Sverrisson meðal annars að bækurnar hafi fljótt hitt í mark og unnið sér fastan sess á meðal bæjarbúa og fjölda brottfluttra Skagamanna. „Í margra hugum er það svo, að árið sem leið er ekki að fullu uppgert fyrr en þeir hafa fengið árbókina í hendur,“ segir Sigurður.
Stóru viðtölin í árbókinni að þessu sinni eru við þau Kristin Einarsson, skipasmið og kafara, og Sigurbjörgu Þrastardóttur, ljóðskáld og rithöfund. Þá eru fréttnæmir atburðir liðins árs tíundaður í tveimur annálum en efni þeirra er byggt á Skessuhorni og eru ljósmyndir einnig úr safni blaðsins.