26. júní. 2012 09:15
Ökumaður missti stjórn á bíl sínum við Húsafell í nótt og lenti utanvegar. Ökumaðurinn kvartaði undan eymslum í hálsi og baki og var fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar. Hann var einn í bílnum og bundið slitlag var á veginum þar sem slysið átti sér stað.