26. júní. 2012 11:49
Guðmundur Guðjónsson fyrrum bóndi býr í Brekkukoti í Reykholtsdal í skjóli dóttur hans og tengdasonar. Þrátt fyrir aldurinn er Guðmundur enn í fullu fjöri, vitjar t.d. um netin í Hvítá og á veturna gefur hann kálfum og kindum. Í gær átti Guðmundur afmæli, varð 91 árs og tók virkan þátt í heyskapnum með að snúa á gamla Deutsinum.