Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2012 04:03

Markmiðið að bjóða upp á Vestlenskan matseðil á Hótel Hamri

Hjá Hótel Hamri í Borgarnesi hefur að undanförnu verið sóst eftir samstarfi við bændur og aðra aðila í matvælaframleiðslu á Vesturlandi. Að sögn Sigurðar Ólafssonar, eiganda og hótelstjóra Hótel Hamars, þá hefur hótelið metnað fyrir því að matseðill veitingastaðar þess verði skipaður réttum sem matreiddir eru úr hráefni sem upprunnið er beint úr nágrenni hótelsins. ,,Líkt og á landinu öllu, þá er rík hefð fyrir matvælaframleiðslu á Vesturlandi. Löng hefð er fyrir landbúnaði á svæðinu, sjávarútvegi og veiðum af ýmsum toga, alhliða matvælaframleiðslu. Ég sé fyrir mér að Hótel Hamar geti nýtt sér þessa framleiðslu og nýtingu á góðan hátt fyrir gesti veitingastaðar hótelsins. Þetta er í anda Beint frá býli hugmyndarinnar,” segir Sigurður sem hvetur matvælaframleiðendur á Vesturlandi til að setja sig í samband við Hótel Hamar.

 

 

 

 

Vesturland býður upp á margt

Óhætt er að fullyrða að fjölbreytt nýting eiga sér stað í matvælaframleiðslu á Vesturlandi. Nýting sjávarfangs, allt frá þara til skelfisks er þekkt, svo og ræktun kvikfés í sveitum. Grænmetis- og kartöflurækt, eggjatínsla og veiði fugla er líka algeng, svo ekki sé minnst á veiði ferskvatnsfiska í ám og vötnum sem ófá eru á Vesturlandi. Að auki skipar sveppa- og berjatínsla sess hjá mörgum. Náttúran býður því upp á margs konar nýtingu. Skessuhorn hefur áður greint frá veitingastöðum á Vesturlandi sem leita í náttúru svæðisins eftir hráefnum. Aukin sókn er því í þessa átt. Sigurður hótelstjóri hefur fengið matreiðslumennina Birki Snæ Guðlaugsson og Pétur Þórðarson til sinna matseld á Hótel Hamri. Pétur er Vestlendingum kunnugur en hann kokkaði áður á Hótel Búðum á Snæfellsnesi í mörg ár. Hótelmenn á Hamri hafa ekki látið sitt eftir liggja í eigin matvælaframleiðslu og hafa komið sér upp myndarlegri matjurtarækt við hótelið. Ræktunin nýtist eldhúsi hótelsins vel að sögn þeirra Birkis og Péturs og tryggir hún eldhúsi hótelsins

grænmeti og kryddjurtir.

Í síðustu viku var hleypt af stokkunum nýjum hádegis- og dagsmatseðill á veitingastað Hótel Hamars. Sigurður segir að sá matseðill sé í bistró stíl sem einkennist af léttum réttum, svo sem steikarsamlokum, salötum, smurbrauði og súpu. Einnig sé hægt að fá kökur og kaffi. Áhersla er lögð á skjóta afgreiðslu og því sé upplagt fyrir fólk á ferðinni að líta við. Á kvöldin sé loks kvöldmatseðill með fínni réttum í gildi eins og verið hefur hingað til. Hann minnir á að veitingastaður Hótel Hamars er opinn fyrir alla, jafnt hótelgesti sem og aðra, og býður fólk velkomið á staðinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is