Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2012 10:53

Nýr skólastjóri í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að ráða Jón Rúnar Hilmarsson í stöðu skólastjóra leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborgar og Heiðarskóla, en áður hafði fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar mælt með honum í starfið. Tólf sóttu um en bæði sveitarstjórn og fræðslu- og skólanefnd voru einróma um að Jón Rúnar Hilmarsson væri hæfasti umsækjandinn um stöðu skólastjóra og uppfyllti menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru til umsækjenda.

 

 

 

 

Jón Rúnar hefur frá árinu 2005 verið skólastjóri í austanverðum Skagafirði. Var skólastjóri Grunnskólans á Hofsósi og Sólgarðaskóla 2005-2007 og síðan skólastjóri Grunnskólans austan vatna frá 2007 eftir sameiningu fyrrnefndra skóla við Grunnskólann á Hólum í Hjaltadal. Jón Rúnar útskrifaðist með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands sem grunnskólakennari vorið 1992, lauk B.Sc viðskiptafræði fjármálasvið frá HA 2004, diplómanámi í uppeldis- og kennslufræði frá H. A. 2007 og M. Ed. prófi 60 eininga meistararitgerð frá Háskólanum Akureyri 2010. Hann stundar nú nám fyrir fræðslu- og skólastjóra; heiltæk forysta á Menntavísindasviði 2012-2013. Þá var Jón Rúnar umsjónarmaður unglingastarfs í félagsmiðstöðinni Garðalundi 1999-2004, framkvæmdastjóri Samfés frá 1999-2004 og framkvæmdastjóri Dream Voices ehf frá 2006 samhliða skólastjórastarfinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is