Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2012 11:04

Norskt frystiskip í höfn á Akranesi

Norska frystiskipið Silver River lagðist að bryggju í Akraneshöfn í morgun en þrjú eða fjögur ár eru síðan síðasta flutningaskip, að lesta frystar sjávarafurðir, sást á Akranesi.  Silver River er í eigu norskrar útgerðar og skipstjóri á því skipi er Einar Vignir Einarsson, sem er borinn og barnfæddur Skagamaður. Skipið var upphaflega smíðað fyrir dótturfyrirtæki Eimskips í Noregi og hét þá Langfoss. Einar Vignir segist kunna vel við starfið og gengið hafi vel í þessi ár. Misjafn hafi verið hve lengi hann hafi verið um borð í einu. „Það er loksins komin regla á þetta núna og ákveðið að ég verði tvo mánuði um borð og tvo mánuði í fríi. Annars hefur þetta verið misjafnt og allt upp í sjö mánaða tarnir í einu. Ég var að koma úr fríi núna og tók við skipinu á Akureyri en þar var það að losa frosna rækju frá Noregi. Það var einnig gert á Sauðárkróki, Hólmavík og Grundarfirði. Við vorum líka með svolítið af steinbít. “ Einar segir að verkefnin séu aðallega kjöt- fiskflutningar mikið til og frá Noregi en Rússland og Færeyjar eru líka oft viðkomustaðir. Hann segir losun og lestun yfirleitt taka lítinn tíma en þeir eigi að geta tekið við 180-200 tonnum á klukkutíma.

 

Nánar verður rætt við Einar Vigni í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is