Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2012 08:01

Bjarkalundur er elsta starfandi sumarhótel landsins

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem nú er elsta sumarhótel landsins, var tekið í notkun með myndarlegri vígsluhátíð 29. júní 1947. Í tilefni 65 ára afmælisins verður afmælishátíð í Bjarkalundi um næstu helgi, dagana 29.-30. júní. Að kvöldi föstudagsins verður grillveisla í boði Bjarkalundar kl. 17-20 og síðan varðeldur með almennum söng og gamni. Bogaskyttan Gulla á Gróustöðum kveikir varðeldinn með logandi ör. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum setur hátíðina með helgistund kl. 14 á laugardaginn. Guðjón Arnar Kristjánsson fv. alþingismaður og ævivinur Bjarkalundar flytur afmælisræðu og sönghópurinn Litlu flugurnar tekur lagið. Undir kaffihlaðborði kl. 15-17 verður skjávarpasýning á myndum úr sögu staðarins allt frá fyrstu árunum og fram á þennan dag.

 

 

 

 

Um kvöldið kemur annað afmælisbarn héraðsins við sögu. Það er Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem varð tvítugur á vígsludegi Bjarkalundar og verður því 85 ára á afmælisdegi hótelsins. Síðari árin hefur Kristinn verið búsettur á Reykhólum. Hann var á vígsluhátíðinni fyrir 65 árum og ætlar að segja frá þeim eftirminnilega degi undir hátíðarkvöldverði sem stendur kl. 18.30-21. Dagskránni lýkur með dansleik þar sem Skógarpúkarnir halda uppi fjöri fram á nótt líkt og tíðkaðist á sveitaböllum í Bjarkalundi við Berufjarðarvatn á fyrri tíð.

Í tilkynningu segir að eigendur og starfsfólk Bjarkalundar voni að ungir sem aldnir heiðri staðinn með nærveru sinni á afmælisfagnaðinum og hlakka til að sjá sem flesta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is