Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2012 12:01

Laust pláss í ævintýraferð til Keníu

Í byrjun ágúst næstkomandi leggur tíu manna hópur Skagamanna upp í 8700 km ferðalag suður til Keníu, sem liggur við miðbaug austanvert í Afríku. Hópurinn samanstendur af fólki á öllum aldri sem tengist Rauða krossinum á Akranesi með einum eða öðrum hætti.

Megintilgangur ferðarinnar er að kynnast því starfi sem Keníumaðurinn Paul Ramses og kona hans Rosemary hafa byggt upp þar á síðustu árum undir formerkjum Tears children og lítur að hjálparstarfi handa börnum og einstæðum mæðrum. Hópurinn ætlar að ferðast töluvert um vesturhluta Keníu, en fyrri viku ferðarinnar verður varið í Nyanza héraði við Viktoríuvatn þar sem hópurinn verður m.a. viðstaddur opnun 100 barna leikskóla sem byggður hefur verið fyrir íslenskt fé, m.a. peningum sem nemendur í Verzlunarskóla Íslands og Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa safnað. Vegna þessa mun skólinn heita Versló og ein af fjórum kennslustofum hans Akranes.

 

 

 

 

Hópurinn mun heimsækja fleiri skóla á svæðinu við Viktoríuvatn, kynna sér líf og starf innfæddra og sérstaklega aðstöðu barna. Hópurinn tekur og þátt í sk. medical camp í samvinnu við læknanema frá Nairóbí. Seinni hluta ferðarinnar verður varið í að upplifa og kynnast þeirri gjöfulu náttúru og dýralífi sem Kenía státar af. Keníuferðin endar svo þar sem hún byrjar, þ.e.a.s. í höfuðborginni Nairóbí, þar sem eitt af fátækrahverfum borgarinnar verður m.a. heimsótt og bankað upp á hjá konum sem virkjaðar hafa verið í að búa til skartgripi úr endurunnu hráefni, en þessir skartgripir eru t.d. seldir hér á landi til ágóða fyrir þessar konur og aðra skjólstæðinga hjálparsamtaka Pauls Ramses.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kristinn Pétursson er einn ferðalanga og mun hann kvikmynda ferðina og það sem fyrir augu ber í því augnamiði að gefa einhverja mynd af aðstæðum fólks á því svæði sem heimsótt verður og því starfi sem Tears children samtökin standa að.

Svo vill til að laust er eitt pláss eða tvö í þessa mögnuðu ferð. Ferðalangarnir taka öllum fagnandi sem vilja slást í hópinn, en þeir sem hafa áhuga þurfa að hafa samband sem allra fyrst við Önnu Láru Steindal (netfang: steindal@redcross.is). Þess má geta að Skessuhorn verður í samstarfi við Keníufarana um að fylgjast með undirbúningi ferðarinnar og svo miðlun ferðasögunnar sjálfrar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is