Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2012 12:01

Laust pláss í ævintýraferð til Keníu

Í byrjun ágúst næstkomandi leggur tíu manna hópur Skagamanna upp í 8700 km ferðalag suður til Keníu, sem liggur við miðbaug austanvert í Afríku. Hópurinn samanstendur af fólki á öllum aldri sem tengist Rauða krossinum á Akranesi með einum eða öðrum hætti.

Megintilgangur ferðarinnar er að kynnast því starfi sem Keníumaðurinn Paul Ramses og kona hans Rosemary hafa byggt upp þar á síðustu árum undir formerkjum Tears children og lítur að hjálparstarfi handa börnum og einstæðum mæðrum. Hópurinn ætlar að ferðast töluvert um vesturhluta Keníu, en fyrri viku ferðarinnar verður varið í Nyanza héraði við Viktoríuvatn þar sem hópurinn verður m.a. viðstaddur opnun 100 barna leikskóla sem byggður hefur verið fyrir íslenskt fé, m.a. peningum sem nemendur í Verzlunarskóla Íslands og Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa safnað. Vegna þessa mun skólinn heita Versló og ein af fjórum kennslustofum hans Akranes.

 

 

 

 

Hópurinn mun heimsækja fleiri skóla á svæðinu við Viktoríuvatn, kynna sér líf og starf innfæddra og sérstaklega aðstöðu barna. Hópurinn tekur og þátt í sk. medical camp í samvinnu við læknanema frá Nairóbí. Seinni hluta ferðarinnar verður varið í að upplifa og kynnast þeirri gjöfulu náttúru og dýralífi sem Kenía státar af. Keníuferðin endar svo þar sem hún byrjar, þ.e.a.s. í höfuðborginni Nairóbí, þar sem eitt af fátækrahverfum borgarinnar verður m.a. heimsótt og bankað upp á hjá konum sem virkjaðar hafa verið í að búa til skartgripi úr endurunnu hráefni, en þessir skartgripir eru t.d. seldir hér á landi til ágóða fyrir þessar konur og aðra skjólstæðinga hjálparsamtaka Pauls Ramses.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kristinn Pétursson er einn ferðalanga og mun hann kvikmynda ferðina og það sem fyrir augu ber í því augnamiði að gefa einhverja mynd af aðstæðum fólks á því svæði sem heimsótt verður og því starfi sem Tears children samtökin standa að.

Svo vill til að laust er eitt pláss eða tvö í þessa mögnuðu ferð. Ferðalangarnir taka öllum fagnandi sem vilja slást í hópinn, en þeir sem hafa áhuga þurfa að hafa samband sem allra fyrst við Önnu Láru Steindal (netfang: steindal@redcross.is). Þess má geta að Skessuhorn verður í samstarfi við Keníufarana um að fylgjast með undirbúningi ferðarinnar og svo miðlun ferðasögunnar sjálfrar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is