27. júní. 2012 02:10
Bíll lenti utan vegar í Norðurárdal í gærkvöld en að sögn lögreglu í Borgarfirði og Dölum er talið að ökumaður, ung kona, hafi sofnað undir stýri. Bíllinn hafnaði á grjóti og hlaut konan, sem var ekki í belti, nokkur meiðsli. Var hún flutt á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar. Bíllinn, sem er lítill fólksbíll, var óökufær og var fluttur í burtu með kranabíl.