Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2012 06:30

Dökkir flotbúningar áhyggjuefni

Þriðjudaginn 26. júní síðastliðinn var haldinn rýnifundur viðbragðsaðila í Borgarfirði vegna óhappsins sem varð á þjóðhátíðardaginn þegar feðgin féllu útbyrðis, en eins og kunnugt er tók manninn út með firðinum. Theódór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarfirði og Dölum sagði í samtali við Skessuhorn að það sem stæði helst upp úr eftir fundinn væri umræða um of dökka liti á flotbúningum. „Best er ef flotgallarnir eru í skærum litum, en því miður virðast þeir dökku vera í tísku um þessar mundir. Unga fólkið á sæþotunum er til að mynda nánast í svörtum flotgöllum yfirleitt og er það áhyggjuefni. Það getur skipt sköpum ef sést til viðkomandi úr mikilli fjarlægð,“ sagði Theódór.

 

 

 

 

 

Lélegt símasamband

Annað áhyggjuefni segir Theódór vera lélegt farsímasamband í Borgarfirði, og þá sérstaklega undir Mýrum. „Bæði GSM samband og tetrasamband, sem lögreglan og björgunarsveitirnar notast við, er blettótt á þessum svæðum. Á fundinum kom upp sú hugmynd að nýta vitann á Þormóðsskeri til þess að endurvarpa sambandi í firðinum.“

Þriðja mótvægisaðgerðin sem er í undirbúningi hjá útkallsaðilum í Borgarfirðinum segir Theódór vera að björgunarsveitirnar ætli, í samvinnu við lögregluna, að hefja rekmælingar í Borgarfirðinum. „Þá sleppa þeir rekaldi, til dæmis frá Borgarfjarðarbrúnni eða Brákareyjarbrúnni, undir mismunandi aðstæðum; flóði, fjöru, aðfalli, útfalli og í mismunandi vindátt. Þá geta sveitirnar lesið betur ef, eða þegar, eitthvað óhapp verður sem myndi flýta fyrir leit. Þetta er allt liður í mótun viðbragðsáætlunar á svæðinu,“ sagði Theódór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is