Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2012 06:30

Dökkir flotbúningar áhyggjuefni

Þriðjudaginn 26. júní síðastliðinn var haldinn rýnifundur viðbragðsaðila í Borgarfirði vegna óhappsins sem varð á þjóðhátíðardaginn þegar feðgin féllu útbyrðis, en eins og kunnugt er tók manninn út með firðinum. Theódór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarfirði og Dölum sagði í samtali við Skessuhorn að það sem stæði helst upp úr eftir fundinn væri umræða um of dökka liti á flotbúningum. „Best er ef flotgallarnir eru í skærum litum, en því miður virðast þeir dökku vera í tísku um þessar mundir. Unga fólkið á sæþotunum er til að mynda nánast í svörtum flotgöllum yfirleitt og er það áhyggjuefni. Það getur skipt sköpum ef sést til viðkomandi úr mikilli fjarlægð,“ sagði Theódór.

 

 

 

 

 

Lélegt símasamband

Annað áhyggjuefni segir Theódór vera lélegt farsímasamband í Borgarfirði, og þá sérstaklega undir Mýrum. „Bæði GSM samband og tetrasamband, sem lögreglan og björgunarsveitirnar notast við, er blettótt á þessum svæðum. Á fundinum kom upp sú hugmynd að nýta vitann á Þormóðsskeri til þess að endurvarpa sambandi í firðinum.“

Þriðja mótvægisaðgerðin sem er í undirbúningi hjá útkallsaðilum í Borgarfirðinum segir Theódór vera að björgunarsveitirnar ætli, í samvinnu við lögregluna, að hefja rekmælingar í Borgarfirðinum. „Þá sleppa þeir rekaldi, til dæmis frá Borgarfjarðarbrúnni eða Brákareyjarbrúnni, undir mismunandi aðstæðum; flóði, fjöru, aðfalli, útfalli og í mismunandi vindátt. Þá geta sveitirnar lesið betur ef, eða þegar, eitthvað óhapp verður sem myndi flýta fyrir leit. Þetta er allt liður í mótun viðbragðsáætlunar á svæðinu,“ sagði Theódór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is