28. júní. 2012 11:01
Hluti Skessuhorns þessa vikuna er tileinkaður forsetakosningunum sem fram fara laugardaginn 30. júní næstkomandi. Alls eru sex í framboði til forseta Íslands, þar á meðal sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson. Aðrir eru Andrea J. Ólafsdóttir fyrrum formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, Hannes Bjarnason landfræðingur, Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður og Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona. Skessuhorn sendi meðal annars spurningalista á alla frambjóðendur í liðinni viku en svörin má finna í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.