Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2012 12:01

Komin heim í Hallasjoppu

Í byrjun júnímánaðar kom til starfa nýr stöðvarstjóri á Stöðina, verslun Shell og Orkunnar á Akranesi. Þetta er hún Harpa Hallgrímsdóttir sem segja má að sé komin heim að nýju, enda var það faðir hennar sem byggði sjoppuna á þessum stað fyrir 50 árum og rak hana í rúm tíu ár. Þá var hún kölluð Hallasjoppa og var ein þriggja sjoppa í bænum, hinar tvær voru Skökkin og Siggasjoppa.

Harpa sagði að það væri frábært að vera komin heim á Akranes að nýju en hún er að flytja ásamt fjölskyldu sinni í bæinn eftir að hafa verið í burtu í 28 ár, þar á meðal í átta ár í Þýskalandi og sex í Skálholti þar sem maður hennar Kristinn Ólason var rektor.

„Það er gaman að sjá gömlu andlitin aftur. Sumir hafa breyst furðulega lítið, aðrir meira. Mér hefur verið tekið rosalega vel og það er bara tilhlökkun í nýju starfi. Efst í minni frá því ég var að alast hérna upp eru góðviðrisdagarnir á Skaganum þegar maður var að leik niður á Langasandi. Svo var ég farin að vinna í Landsbankanum 18 ára gömul, þá komin með verslunarpróf úr fjölbrautinni. Ég kláraði þó ekki stúdentsprófið fyrr en meðan ég bjó í Þýskalandi. Nýtti mér þá fjarnámið sem Verkmenntaskólinn á Akureyri bauð upp á fyrstur framhaldsskóla á Íslandi, varð stúdent árið 1999,” segir Harpa.

Beint á móti Stöðinni á Akranesi er Þjóðbraut 1 og þar búa foreldra Hörpu, Hallgrímur Viðar Árnason og Sigurbjörg Halldórsdóttir. Hallgrímur er húsasmiður að mennt og hann segir að forsagan að því að Hallasjoppa reis á sínum tíma, hafi verið sú að hann samdi við Skeljung um að byggja sjoppuna og reka hana fyrstu árin. Hallgrímur gerði meira en að sjá um rekstur Hallasjoppu í meira en tíu ár, hann framleiddi popp í bílskúrnum heima. „Shell fékk þessa lóð þar sem áður voru fjárhús og hlaða sem Leifur Þjóðbjörnsson á Fögrugrund átti. Ég byrjaði á því að rífa útihúsin og hlöðuna áður en sjoppan reis. Fyrst var ég kallaður Halli í sjoppunni en síðan var ég hækkaður í tign og kallaður Halli popp, af því ég framleiddi popp fyrir allar sjoppurnar í bænum og meira að segja Bíóhöllina líka. Ég hafði óskaplega gaman af því að hafa þessa tign,“ segir Halli í fyrrum Hallasjoppu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is