29. júní. 2012 11:01
Stjórn Skáksambands Íslands valdi á dögunum landslið karla og kvenna í skák sem keppa mun á Ólympíuskákmótinu sem fram fer í borginni Istanbul í Tyrklandi dagana 27. ágúst til 10. september. Í landslið kvenna valdist Tinna Kristín Finnbogadóttir, skákkona úr UMSB, sem er frá bænum Hítardal á Mýrum í Borgarfirði. Foreldrar hennar eru þau Finnbogi Leifsson bóndi og Erla Dögg Ármannsdóttir. Þetta er í annað sinn sem Tinna keppir með landsliðinu á Ólympíuskákmótinu. Síðast keppti hún fyrir tveimur árum er mótið var haldið í borginni Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Einnig hefur hún keppt á fjölda móta með landsliðum og á eigin vegum á erlendri grundu. „Ég byrjaði að tefla heima í Hítardal við pabba, en hann hefur lengi haft áhuga á skák. Skák hefur verið og er í hávegum höfð heima, allir kunna að tefla,“ sagði Tinna Kristín meðal annars í samtali við Skessuhorn.
Nánar er rætt við Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, landsliðskonu í skák, í Skessuhorni vikunnar.