Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2012 11:01

Keppir á Ólympíumótinu í skák í annað sinn

Stjórn Skáksambands Íslands valdi á dögunum landslið karla og kvenna í skák sem keppa mun á Ólympíuskákmótinu sem fram fer í borginni Istanbul í Tyrklandi dagana 27. ágúst til 10. september. Í landslið kvenna valdist Tinna Kristín Finnbogadóttir, skákkona úr UMSB, sem er frá bænum Hítardal á Mýrum í Borgarfirði. Foreldrar hennar eru þau Finnbogi Leifsson bóndi og Erla Dögg Ármannsdóttir. Þetta er í annað sinn sem Tinna keppir með landsliðinu á Ólympíuskákmótinu. Síðast keppti hún fyrir tveimur árum er mótið var haldið í borginni Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Einnig hefur hún keppt á fjölda móta með landsliðum og á eigin vegum á erlendri grundu. „Ég byrjaði að tefla heima í Hítardal við pabba, en hann hefur lengi haft áhuga á skák. Skák hefur verið og er í hávegum höfð heima, allir kunna að tefla,“ sagði Tinna Kristín meðal annars í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar er rætt við Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, landsliðskonu í skák, í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is