Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2012 12:02

Edda gaf Eddulíf líf

Í upphafi þessa mánaðar veiktist fylfull hryssa í eigu þeirra Guðjóns Guðlaugssonar og Guðríðar Hlífar Sigfúsdóttur í Borgarnesi. Hafa þau hagabeit og aðstöðu fyrir hross sín í Fíflholtum á Mýrum. Hryssan var komin nærri köstun þegar hún veiktist af ókunnum ástæðum, hafði líklega fengið heilablóðfall. En gefum Guðríði Hlíf orðið:

„Það var í hádeginu laugardaginn 2. júní sem haft var samband við okkur og látið vita af veikri hryssu í Fíflholtum. Við fórum strax vestur og náðum sambandi við Gunnar Gauta dýralækni sem staddur var á sömu slóðum í vitjun. Hryssan Gola var auðsjáanlega mikið veik. Reynt var að gefa henni ýmis lyf en allt kom fyrir ekki. Áfram dró af hryssunni og næsta kvöld var ákveðið í samráði við Eddu Þórarinsdóttur dýralækni að freista þess að bjarga folaldinu þegar sýnt þótti að hryssunni yrði ekki bjargað. Framkvæmdi Edda keisaraskurð á Golu að kvöldi 3. júní og viti menn; í heiminn kom jarpt og mjög smágert merfolald undan stóðhestinum Þristi frá Feti,“ segir Guðríður Hlíf og bætir því við að móður þess, hryssuna Golu, hafi í kjölfarið þurft að aflífa.

En þá voru góð ráð dýr, folaldið sem fengið hafði nafnið Eddalíf var móðurlaust og þar að auki fætt sex vikum fyrir tímann. Í fyrstu var reynt að fá hryssu á Álftárósi sem misst hafði folald til að gangast við Eddulíf en það gekk ekki. Því var folaldinu gefinn kúabroddur í upphafi en áköf leit hófst jafnframt á Internetinu að fóstru fyrir litla folaldið. Þökk sé Facebókinni bar sú leit árangur og var hryssan Selja frá Skeggjastöðum sótt austur í Hrunamannahrepp, fengin að láni og gekk hún Eddulíf í móðurstað. Stöðugt var vakað yfir veikbyggðu folaldinu og tók fjölskylda þeirra Guðríðar Hlífar og Guðjóns virkan þátt í því; börn, barnabörn og frændfólk. Allir lögðust á eitt að koma næringu í folaldið á eins eða tveggja klukkustunda fresti og síðar að hjálpa því á spena hjá fóstru sinni. „Eftir að Eddalíf komst á spena og fór að fá góða kaplamjólk hefur allt gengið mjög hratt fram á við. Miðvikudaginn 6. júní fór hún að standa upp hjálparlaust og tveimur dögum síðar komst hún sjálf á spena. Í tvígang þurfti að vísu að gefa henni penesilín til að hressa hana við. Sunnudaginn 24. júní fórum við síðan með þær mæðgur Eddulíf og Selju og slepptum í hagann í Fíflholtum. Þar tóku hin hrossin vel á móti þeim. Það er enginn vafi að Edda dýralæknir vann gott verk og kom litla folaldinu til bjargar. Þá hafa ýmsir fleiri og ekki síst fjölskyldan öll átt sinn þátt í að Eddalíf er nú eins og hvert annað folald; frjáls og heilbrigð í haganum með fóstru sinni,“ segir Guðríður Hlíf að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is