Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2012 10:01

Sýnir ný verk í æskuheimilinu

Um þessar mundir gefst Akurnesingum og gestum bæjarins færi á að bregða sér í listasetrið Kirkjuhvol og sjá þar sýningu Gyðu L. Jónsdóttur, „Úr ýmsum áttum“, sem opnuð var á þjóðhátíðardaginn síðastliðinn. Þar sýnir Gyða verk af ýmsum toga; smærri höggmyndir, vatnslitamyndir og olíumálverk. Hún hefur áður haldið sýningar í Vínarborg, Birmingham, Kaupmannahöfn og á Akranesi, þar sem hún býr nú.

„Ég er eitt ellefu systkina og hér eru fimm þeirra nú búsett, svo að hér er gott að vera,“ segir hún, en hún var um langt skeið búsett erlendis og er nýlega flutt aftur heim til fósturjarðarinnar. „Árið 1963 fór ég í skóla til Bandaríkjanna, þá tvítug, og þar dvaldist ég í tvö ár, lærði auglýsingateikningu við Art Instruction School. Síðan fór ég í skóla í Englandi árið 1967, þar sem ég lærði höggmyndalist við Sir John Cass College og Central School of Art í London. Og þar giftist ég árið 1970.“

 

Ítarlegt viðtal við Gyðu Jónsdóttur má finna í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is