Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2012 01:01

Æringur í Rifi

Laugardaginn 7. júlí næstkomandi byrjar listahátíðin Æringur í Rifi. Æringur er fjölþjóðleg listahátíð sem er nú haldin í þriðja árið í röð. Blaðamaður Skessuhorns fór í heimsókn í Frystiklefann þar sem verið var að gera klárt fyrir sýningu á Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason. „Þetta er í raun listahátíð smábæja. Í fyrra var hún haldin í Bolungarvík og árið áður í Stöðvarfirði,“ segir Kári Viðarsson leikhússtjóri Frystiklefans í Rifi en listahátíðin verður haldin í samstarfi við Frystiklefann. „Þetta er ekki bara myndlistarhátíð, við verðum með leikhópa, dansara, myndlist og svo verður fornleifafræðingur með verk. Þetta er miklu stærra batterí en ég átti von á. Það verða fimmtán listamenn hérna, en við vorum fjögur sem þurftum að velja milli fleiri en hundrað umsækjenda víðsvegar að úr heiminum. Við fengum send gögn frá öllum umsækjendum og völdum síðan fimm erlenda listamenn og tíu íslenska,“ segir Kári og bætir við að þau séu stolt af því að fá allt þetta hæfileikaríka fólk til að taka þátt í hátíðinni. Frystiklefinn er, eins og flestir vita, leikhús og við valið á listamönnum reyndu þau að velja sviðslistaverk sem gætu átt heima í honum. Snæfellsbær og Snæfellsnesið mun svo spila þátt í listaverkum á hátíðinni.

 

Í Skessuhorni vikunnar er nánar rætt við aðstandendur listahátíðarinnar Æringur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is