Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2012 03:58

Eitt besta tjaldsvæði landsins í Búðardal

Í nýjasta tölublaði DV er gerð úttekt á  bestu tjaldsvæði landsins. Stjörnugjöfin er fengin af vefsíðunni tjalda.is en það eru ferðalangar og lesendur síðunnar sem meta tjaldsvæðin og gefa þeim stjörnur. Í úttekt DV er tjaldsvæðið í Búðardal efst á blaði. „Fæ ég þá ekki nýju klósettin?“ sagði Freyja Ólafsdóttir, húsfreyja í Leifsbúð og umsjónarmaður tjaldsvæðisins, og hló þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar og sagði henni fréttirnar. Hún sagðist helst þakka staðsetningunni og góðri þjónustu starfsfólksins þessa skemmtilegu viðurkenningu. „Gestum finnst mjög notalegt að vera í kringum allan þennan gróður en hann gerir það einnig að verkum að fólk getur verið svolítið prívat. Fólk talar einnig um að þó svo að salernisaðstaðan sé komin til ára sinna þá er henni vel viðhaldið og þrifleg.

Framundan er þó endurnýjun á salernum og að bæta aðstöðuna fyrir húsbílana. Staðsetning tjaldsvæðisins er einnig mjög heppileg en búðin er hérna beint á móti og þá er skólinn einnig nálægur með leiktækjum og fótboltavelli fyrir krakkana. Strandblakvöllurinn sem við settum upp í fyrra er einnig mjög vinsæll. Búðardalur kemur yfirleitt á óvart,“ segir Freyja.

Aðspurð hvernig vertíðin fari af stað segir Freyja hana fara betur af stað en í fyrra. „Veðrið hefur verið alveg yndislegt að undanförnu og þó að bændur kvarti yfir þurrkum þá kemur það sér afar vel fyrir okkur. Júní var til að mynda afar dapur hjá okkur í fyrra vegna kulda. Nú eru þetta aðallega eldra, barnslaust fólk sem hefur verið að gista hjá okkur og erlendir ferðamenn. Meira verður síðan um fjölskyldufólk í júlí, þá fáum við mikið gegnumstreymi frá Vestfjörðum eftir að Arnkötludalsvegurinn var opnaður. Það breytti miklu fyrir okkur,“ segir Freyja að lokum og minnir á bæjarhátíð Dalamanna „Heim í Búðardal“ sem haldin verður helgina 6. til 8. júlí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is