28. júní. 2012 06:31
Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði var kölluð út á sjötta tímanum í dag til þess að sækja slasaða göngukonu undir Kirkjufell. Konan var í gönguferð í kringum Kirkjufell ásamt öðrum erlendum ferðamönnum undir íslenskri leiðsögn. Gönguhópurinn var búinn að ganga mestan hluta leiðarinnar þegar konan slasaðist á ökkla. Björgunarsveitarmenn sóttu hana og var hún flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar.