Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2012 10:04

Formaður B.Í.K.R. svarar gagnrýni á miðsumarrallý

Í kjölfar fréttar Skessuhorns um miðsumarrallý sem fram fer í Borgarfirði í kvöld sendi Þorkell Símonarson, formaður B.Í.K.R., frá sér tilkynningu þar sem segir meðal annars að tímasetningin hafi varið valin til þess að valda sem minnsta ónæði. Eins og fram kemur í frétt Skessuhorns verður leiðin um Kaldadal, að Surtshelli í Hallmundarhrauni frá Kalmanstungu, lokuð milli kl. 22.15 og 01.15 í kvöld vegna rallsins. Segir Þorkell trúlega erfitt að finna tíma sólarhrings þar sem færri eru á ferðinni. „Við skipulag vorralls var haft samband við landeigendur og ekki var á þeim að heyra að þeir væru ósáttir við þessa tilhögum. Þá er fróðlegt að heyra að Vegagerðin sé með ósátta “starfsmenn” því Vegagerðin er jú sá aðili sem veitir leyfi fyrir keppninni í upphafi.“ Þá segir Þorkell athyglisverð sú fullyrðing að nýlegar lagfæringar á Kaldadal og veginum við Surtshelli muni vera þær einu í sumar. „Því ekki dylst neinum sem fer þarna um að vegurinn var bara opnaður, ekkert meira en það.  Tæplega munu tólf rallýbílar verða til þess að löguð úrrennsli opnist aftur, en hvergi er að sjá raunverulegar vegbætur á þeim vegum sem talað er um,“ segir Þorkell.

„Rall á Íslandi á sér nokkra hefð sem íþróttagrein og því fylgir nokkur ferðaþjónusta. Í hverjum keppnisbíl eru tveir ökumenn og honum fylgja gjarna tveir til sex viðgerðarmenn á tilheyrandi viðgerðarbílum. Svo eru starfsmenn keppninnar vel á annan tuginn og allt þetta fólk þarf eitthvað í svanginn, bensín og flest það sem almennir ferðamenn þurfa. Við sem erum í ferðaþjónustu ættum að vita manna best að engin ein gerð ferðamanna er öðrum lægri, við viljum jú öll selja þjónustu.

Að lokum er rétt að benda á að rallý er keppnisíþrótt og sem slík á hún sér smá pláss í lögum en við sem þetta stundum viljum vera í sátt við allt og alla. Íslendingar eru bílaþjóð og mikill fjöldi hefur ánægju að fylgjast með.

Og myndu einhverjir kvarta ef lokunin væri vegna kvikmyndatöku, komu erlends þjóðhöfðingja eða bílaauglýsingar?“ spyr Þorkell að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is