29. júní. 2012 11:11
Umferðaróhapp varð um áttaleytið í morgun þegar bíl var ekið út í skurð af veginum skammt frá Lambhaga í Hvalfjarðarsveit. Að sögn lögreglu voru meiðsli ökumanns ekki alvarleg en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Bíllinn er mikið skemmdur.