Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2012 01:13

Tíu sagt upp í Hyrnunni

Tíu starfsmenn Samkaupa í Hyrnunni í Borgarnesi fengu uppsagnarbréf í vikunni. Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segir að þetta sé gert vegna þess að leigusamningur Samkaupa við húseigendur, N1, rennur út um næstu áramót. „Það er fullur vilji hjá okkur í Samkaupum að reka Hyrnuna áfram en því miður hefur ekki náðst samkomulag við N1. Þá hefur heldur ekki náðst samkomulag hvernig yfirtaka þeirra á Hyrnunni verður háttað. Við hörmum mjög að þurfa að grípa til þessa ráðs og það er óþægilegt að starfsfólkið okkar þurfi að vera í þessari óvissu. Okkur var þetta nauðugur kostur,“ segir Ómar.

Sigurður Guðmundsson, rekstrarstjóri Hyrnunnar er meðal þeirra sem var sagt upp. Hann segir þá sem nú fengu uppsagnarbréf vera jafnframt með lengstan starfsaldur og þar af leiðandi lengstan uppsagnarfrest.

Að sögn Ómars framkvæmdastjóra Samkaupa er gert ráð fyrir að allir ráðningasamningar Samkaupa verði lausir á haustmánuðum október og nóvember. Aðspurður hvers vegna samningar við starfsfólk renni út í október en ekki í lok árs líkt og leigusamningurinn segir Ómar: „Enn hafa ekki náðst samningar við N1 um yfirtöku þeirra á rekstrinum og þess vegna gerum við ráð fyrir að þurfa að skila húsinu eins og við tókum við því. Því þurfum við tíma til að taka niður innréttingar og koma húsinu í samt horf. Því má gera ráð fyrir að rof verði á rekstri Hyrnunnar á síðustu mánuðum ársins.“

Þess má geta að Samkaup hefur rekið Hyrnuna frá árinu 2004 en forverar þeirra opnuðu Hyrnuna í júní 1991.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is