Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2012 08:28

Stórtap Skagamanna

FH-ingar unnu stórsigur á ÍA þegar liðin mættust í Pepsídeildinni á Akranesvelli í dag. Lokatölur urðu 7:2 eftir 3:0 forystu gestanna í hálfleik. Með sigrinum komust FH-ingar í 20 stig og segja skilið við Skagamenn í bili, sem verða að fara í ærlega naflaskoðun eftir þennan leik.

ÍA var reyndar betra liðið fyrstu 20 mínúturnar og Skagamenn voru búnir að fá þrjú ágæt færi áður en átta mínútur voru liðnar. FH-ingar fóru síðan að láta að sér kveða og skoruðu fyrsta mark sitt á 30. mínútu. Það kom upp úr vanhugsaðri þversendingu Skagamanna á sóknarsvæðinu sem leiddi til gagnsóknar gestanna. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði með góðu skoti. Á 36. mínútu skoruðu FH-ingar sitt annað mark. Misskilningur varð milli Árna Snæs markvarðar ÍA og varnarmanns og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Albert Brynjar Ingason. Þriðja mark FH kom svo fimm mínútum síðar þegar Atli Guðnason skallaði boltann í markið án þess að Árna Snæ tækist að verja.

Skagamenn öðluðust smá von á 55. mínútu þegar Gary Martin komst inn fyrir vörn FH-inga og skoraði. Adam var ekki lengi í Paradís þar sem Emil Pálsson skoraði  fjórða mark FH á 70. mínútu eftir þunga sókn  gestanna. Tveim mínútum síðar gerði Atli Guðnason út um leikinn með marki eftir góðan undirbúning Alberts Brynjars. Það breytti litlu þótt Dean Martin lagaði stöðuna í 2:5 á 73. mínútu, því ekki  stóð steinn yfir steini hjá ÍA. Björn Daníel Sverrisson skoraði sjötta mark FH á 80. mínútu og Atli Guðnason það sjöunda á lokamínútunni og fullkomnaði þar með þrennu sína í leiknum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is