Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2012 06:20

Ágætur árangur Vestlendinga á Landsmóti hestamanna

Landsmóti hestamanna lauk á Fákssvæðinu í Víðidal í gær og hafði þá staðið yfir í tæpa viku. Mótið þótti takast með ágætum, skipulag var gott og margt gesta sótti það. Þáttur útlendinga var stór í gestafjöldanum sem nutu mótsins til hins ýtrasta í veðurblíðu sem einkenndi það alla mótsdagana að undanskyldum lokadeginum þegar tók að væta. Vestlendingar áttu fulltrúa í röðum hrossa og knapa á mótinu og allir gerðu þeir sitt besta. Meðal annars má nefna Íslandsmet sem Oddur Björn Jóhannsson Faxa setti í 300 metra stökki í kappreiðum á hestinum Kafteini frá Efra Nesi. Þá varð Jakob Svavar Sigurðsson úr Dreyra í þriðja sæti í tölti á hryssunni Árborgu frá Miðey. Í barnaflokki keppti m.a. Aron Freyr Sigurðsson úr hestamannafélaginu Skugga á Hlyn frá Haukatungu Syðri 1. Gerðu þeir sér lítið fyrir og höfnuðu í öðru sæti með einkunnina 8,72.

Gæðingakeppnin

Þrjátíu efstu hross í hverjum flokki komust upp í milliriðla en þeir hestar kepptu svo aftur og þá um sæti í A eða B úrslitum, en 15 efstu hross komust í úrslit. Sjö hestar fóru beint í A úrslit og átta í B úrslit en sá hestur sem vann B úrslitin vann sér rétt til keppni í A úrslitum.

 

B flokkur:

Enginn vestensku hrossanna komust upp í milliriðil enda keppni þar geysihörð og góðar einkunnir sem hross voru að fá. Hér er árangur úr forkeppninni á Landsmótinu:

Asi frá Lundum/ Jakob Svavar Sigurðsson 8,49 (Faxi) 36. sæti

Svanur frá Tungu / Siguroddur Pétursson 8,46 (Snæfellingur) 44. sæti

Spóla frá Brimilsvöllum / Siguroddur Pétursson 8,44 (Snæfellingur) 47.-48. sæti

Stimpill frá Vatni / Tryggvi Björnsson 8,39 (Glaður) 56. sæti

Neisti frá Oddsstöðum I / Jakob Svavar Sigurðsson 8,30 (Faxi) 76. sæti

Kolfreyja frá Snartartungu / Halldór Sigurkarlsson 8,25 (Skuggi) 82. sæti

Gosi frá Lambastöðum / Guðmundur Margeir Skúlason 8,15 (Glaður) 89. sæti

Týr frá Þverá II / Karen Líndal Marteinsdóttir 8,12 (Dreyri) 91. sæti

Ösp frá Akrakoti / Sigríður Sóldal 7,96 (Dreyri) 96. sæti.

 

A flokkur:

Í A flokki var ekkert vestlenskt hross í úrslitum eða milliriðlum. Helstu úrslit heimafólks og hrossa var eftirfarandi:

Laufi frá Skáney / Haukur Bjarnason8,29 (Faxi) 57. sæti

Krás frá Arnbjörgum / Gunnar Halldórsson8,25 (Skuggi) 62.-63. sæti

Váli frá Eystra-Súlunesi I / Agnar Þór Magnússon8,24 (Dreyri) 64. sæti

Þróttur frá Lindarholti / Sjöfn Sæmundsdóttir8,17 (Glaður) 68. sæti

Laufi frá Bakka / Torunn Hjelvik8,16 (Dreyri) 69.-70. sæti

Uggi frá Bergi / Viðar Ingólfsson8,12 (Snæfellingur) 74. sæti

Atlas frá Lýsuhóli / Sigurður Sigurðarson8,00 (Snæfellingur) 80. sæti

Blær frá Hesti / Agnar Þór Magnússon7,71 (Faxi) 85. sæti.

 

Gekk vel í barnaflokki

Vestlenskir knapar í baraflokki stóðu sig með ágætum þá kannski sérstaklega börnin úr hestamannafélaginu Skugga sem komust öll upp í milliriðla. Aron Freyr Sigurðsson (Skugga) á Hlyn frá Haukatungu Syðri 1 hlaut 8,72 í einkunn og hafnaði í öðru sæti eftir forkeppni. Þeim gekk svo ekki alveg eins vel í milliriðlum og enduðu í 10. sæti með 8,37, en það dugði þeim í B úrslit sem þeir svo unnu með glæsibrag og komust þar með upp í A úrslitin. Þar gerðu þeir sér svo lítið fyrir og riðu sig upp í annað sæti í A úrstlitum með 8,72 í einkunn, frábær árangur hjá þeim félögum.

Gyða Helgadóttir (Skugga) á Hermanni frá Kúskerpi fékk 8,39 í einkunn og hafnaði í 16. sæti eftir forkeppni, fékk 8,38 í milliriðlum og 9. sætið og í B úrslit og endaði í 6. sæti þar með 8,28 í einkunn. Arna Hrönn Ámundadóttir (Skugga) á Bíld frá Dalsmynni hlaut 8,28 í einkunn og hafnaði í 30. sæti eftir forkeppni og 8,08 í milliriðlum og 25. sæti þar. Fanney O. Gunnarsdóttir (Snæfellingi) á Spretti frá Brimilsvöllum hlaut 8,13 í einkunn og hafnaði í 51. sæti.

 

Unglingaflokkur

Í unglingaflokki áttu Vestlendingar tvo fulltrúa sem komust upp í milliriðla. Guðný Margrét Siguroddsdóttir (Snæfellingi) á Lyftingu frá Kjarnholtum I fékk 8,44 í einkunn og 19. sæti og komst í milliriðla. Þar gekk þeim ekki eins vel og enduðu í 22. sæti með 8,16 í einkunn. Svandís Lilja Stefánsdóttir (Dreyra) á Fiðlu frá Breiðumörk 2 hlaut 8,34 í einkunn og hafnaði í 30. sæti og komst í milliriðla. Þar enduðu þau í 16. sæti sem var naumt þar sem 15 efstu komust í úrslit. Einkunn þeirra var 8,29. Önnur úrslit í unglingaflokki voru:

Viktoría Gunnarsdóttir / Vígar frá Bakka 8,30 (Dreyri) 38. sæti.

Konráð Axel Gylfason / Mósart frá Leysingjastöðum II 8,30 (Faxi) 39. sæti

Sigrún Rós Helgadóttir / Atlas frá Tjörn 8,27 (Skuggi) 41. -43. sæti

Axel Ásbergsson / Lomber frá Borgarnesi 8,27 (Skuggi) 41.-43. sæti

Atli Steinar Ingason / Diðrik frá Grenstanga 8,27 (Skuggi) 41.-43. sæti

Borghildur Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 7,46 (Snæfellingur) 87. sæti.

 

Ungmennaflokkur

Harpa Rún Ásmundsdóttir úr hestamannafélaginu Glaði náði bestum árangri ungmenna frá Vesturlandi. Hún keppti á Spóa frá Skíðbakka I og fékk 8,39 í einkunn og hafnaði í 20. sæti í forkeppni fékk svo 8,27 í milliriðlum og endaði þar í 29. sæti. Ragnar Bragi Sveinsson, Faxa, keppti á Hávarði frá Búðarhóli og hlaut 8,38 í einkunn og 21. sæti í forkeppni, fékk 8,35 í milliriðlum og hafnaði í 20. sæti. Klara Sveinbjörnsdóttir, Faxa, á Óskari frá Hafragili fékk 8,17 í einkunn og hafnaði í 59. sæti. Hrefna Rós Lárusdóttir (Snæfellingi) keppti á Krumma frá Reykhólum og fékk 8,16 í einkunn og hafnaði í 60. sæti. Loks varð Ágústa Rut Haraldsdóttir úr Glaði í 73. sæti á Blævari frá Svalbarða með einkunnina 8,08.

 

Oddur Björn með Íslandsmet

Keppt var í 300 metra stökki á kappreiðum aftur eftir tíu ára hlé. Það var Borgfirðingurinn Oddur Björn Jóhannsson á hesti sínum Kafteini frá Efra Nesi sem gerði sér lítið fyrir og sigraði þær á tímanum 24,24 sem jafnframt er Íslandsmet á rafræna klukku. Íslandsmet á handklukku var sett fyrir 28 árum og var það Anna Dóra Markúsdóttir sem á það.

 

Jakob þriðji í töltinu

Loks áttu Vestlendingar tvo fulltrúa í tölti á LM en það voru þeir Siguroddur Pétursson með Hrók frá Flugumýri og Glóð frá Kýrholti og svo hann Jakob Svavar Sigurðsson á Árborgu frá Miðey. Siguroddur var í 17. sæti á Hrók og í 23. sæti á Glóð. Það var hins vegar Jakob sem gerði sér lítið fyrir og varð í fjórða sæti eftir forkeppni og eftir mjög harða keppni á laugardagskvöldinu endaði hann í þriðja sæti fyrir tölt á eftir þeim Sigursteini Sumarliðarsyni og Hinriki Bragasyni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is