02. júlí. 2012 10:50
Gengið hefur verið frá samningi við Gunnlaug Haraldsson um ritun þriðja bindis sögu Akraness. Það fjallar um tuttugustu öldina fram að lýðveldisstofnun. Fjórða bindi sögu Akraness mun svo ná frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag en ljóst er að nokkur ár eru í að lokið verði við ritun og útgáfu Sögu Akraness. Tvö fyrstu bindin komu út á síðasta ári.
Samningurinn um ritun þriðja bindisins er upp á fjórtán milljónir króna og nær til þriggja ára. Ekki ríkti einhugur á fundi bæjarráðs þar sem samningur kaupstaðarins við söguritara væri samþykktur. Einar Brandsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði andmælti samningnum. Hann lét bóka að vegna fjárhagsstöðu Akranesskaupstaðar teldi hann ekki forsvaranlegt að ganga til samninga um ritun á þriðja bindi Sögu Akraness.