Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2012 03:00

Helmings fækkun alvarlega slasaðra á Vesturlandi

Helmings fækkun varð á alvarlegum umferðarslysum á Vesturlandi á síðasta ári í samanburði við árið 2010. Fyrra árið slösuðust 18 alvarlega, en þeir voru níu í fyrra. Á hinn bóginn fjölgaði þeim sem slösuðust minniháttar úr 89 í 115. Þrír slösuðust alvarlega á Akranesi, einn í Borgarnesi og Stykkishólmi og fjórir utanbæjar á svæðinu. Fækkun alvarlegra slasaðra er langmest milli ára á vegum utanbæjar en þeim fækkar nánast um 73% eða úr 15 í 4. „Erfitt er að finna einhlíta skýringu á því, nema hvað allar mælingar sýna að hraði á þjóðvegum hefur minnkað.  Fjölgun þeirra sem slösuðust lítið utanbæjar var talsverð eða úr 78 í 99 sem er um það bil 27% fjölgun  lítið slasaðra,“ segir í tilkynningu frá Umferðarstofu.

 

 

 

 

Flest slys á Útnesvegi

Umferðarstofa hefur á undanförnum árum birt í skýrslu sinni upplýsingar um á hvaða vegarköflum flest slys verða á kílómetra. Á Vesturlandi er það Útnesvegur frá Rifshafnarvegi að Ólafsvík en þar hafa orðið 2,2 slys á kílómetra á árunum 2007 til 2011 en þess má geta að á hættulegasta vegarkafla landsins sem er á Suðurlandsvegi urðu 20,2 slys á kílómeter á sama tímabili. Þar á eftir kemur vegarkafli á hringveginum frá Höfn að Borgarfjarðarbraut þar sem 1,7 slys hafa orðið á kílómetra og í þriðja sæti er hringvegurinn frá Akrafjallsvegi við Innrihólm að Akrafjallsvegi við Urriðaá. Þar urðu 1,5 slys á hvern kílómetra. Hér um að ræða slys með meiðslum.

Þegar eðli alvarlegu slysanna er skoðað kemur í ljós að þrír féllu af bifhjóli, þrír lentu í útafakstri, í einu tilfelli var ekið á kyrrstæðan bíl, einn slasaðist í hjólreiðaslysi og í eitt skipti var um árekstur að ræða.

Umferðarstofa vekur athygli á slysakorti sem er á vefnum www.us.is og á forsíðunni er borði sem á stendur Slysakort. Þar geta allir skoða slysastaði í sínu nærumhverfi, eins og segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is