Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2012 03:00

Helmings fækkun alvarlega slasaðra á Vesturlandi

Helmings fækkun varð á alvarlegum umferðarslysum á Vesturlandi á síðasta ári í samanburði við árið 2010. Fyrra árið slösuðust 18 alvarlega, en þeir voru níu í fyrra. Á hinn bóginn fjölgaði þeim sem slösuðust minniháttar úr 89 í 115. Þrír slösuðust alvarlega á Akranesi, einn í Borgarnesi og Stykkishólmi og fjórir utanbæjar á svæðinu. Fækkun alvarlegra slasaðra er langmest milli ára á vegum utanbæjar en þeim fækkar nánast um 73% eða úr 15 í 4. „Erfitt er að finna einhlíta skýringu á því, nema hvað allar mælingar sýna að hraði á þjóðvegum hefur minnkað.  Fjölgun þeirra sem slösuðust lítið utanbæjar var talsverð eða úr 78 í 99 sem er um það bil 27% fjölgun  lítið slasaðra,“ segir í tilkynningu frá Umferðarstofu.

 

 

 

 

Flest slys á Útnesvegi

Umferðarstofa hefur á undanförnum árum birt í skýrslu sinni upplýsingar um á hvaða vegarköflum flest slys verða á kílómetra. Á Vesturlandi er það Útnesvegur frá Rifshafnarvegi að Ólafsvík en þar hafa orðið 2,2 slys á kílómetra á árunum 2007 til 2011 en þess má geta að á hættulegasta vegarkafla landsins sem er á Suðurlandsvegi urðu 20,2 slys á kílómeter á sama tímabili. Þar á eftir kemur vegarkafli á hringveginum frá Höfn að Borgarfjarðarbraut þar sem 1,7 slys hafa orðið á kílómetra og í þriðja sæti er hringvegurinn frá Akrafjallsvegi við Innrihólm að Akrafjallsvegi við Urriðaá. Þar urðu 1,5 slys á hvern kílómetra. Hér um að ræða slys með meiðslum.

Þegar eðli alvarlegu slysanna er skoðað kemur í ljós að þrír féllu af bifhjóli, þrír lentu í útafakstri, í einu tilfelli var ekið á kyrrstæðan bíl, einn slasaðist í hjólreiðaslysi og í eitt skipti var um árekstur að ræða.

Umferðarstofa vekur athygli á slysakorti sem er á vefnum www.us.is og á forsíðunni er borði sem á stendur Slysakort. Þar geta allir skoða slysastaði í sínu nærumhverfi, eins og segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is