Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2012 06:30

Fuglavarp fer misvel af stað á Vesturlandi

Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til nokkurra fróðra fuglaáhugamanna í vikunni til þess að kanna stöðuna á fuglavarpi á Vesturlandi. Róbert Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands segir að þar hafi nýlega verið talning á rituvarpi. „Rituvarpið virðist ganga mjög vel, betur en síðustu tvö ár. Við fórum að telja í fyrradag og þetta lítur allt vel út með rituna, ennþá allavega. Þó nokkuð af ungum klaktir og í það minnsta tveir í hverju hreiðri. Mikilvægasta tímabilið er þegar ungarnir stækka og þurfa meira að borða. Þá kemur í ljós hvort að það sé nóg af æti.“

 

 

 

 

Jón Einar Jónsson forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi segir að kríuhreiðrum hafi fjölgað mjög á flugvellinum í Stykkishólmi. „Það er mikil fjölgun hreiðra á flugvellinum. Á síðasta ári töldum við innan við tuttugu hreiður, en núna eru þau á bilinu 70-100. Á síðasta árið var orpið mjög seint í hreiðrinu, en snemma núna. Við reiknum með að ungarnir fari að klekjast um mánaðarmótin. Í þessu tiltekna varpi lítur allt betur út en áður. Þegar ungarnir eru næstum því fleygir, þá kemur í ljós hvort að það sé nóg af sandsíli. Ef ekki þá drepast allir ungarnir. Það hefur verið brestur á ungum alveg síðan 2004,“ segir Jón Einar. Sæmundur Kristjánsson í Rifi segir kríuvarpið í Rifi hafa farið hægt af stað. „Það er heldur að glæðast varpið hjá henni og hún er farin að sjást með meira æti. Núna síðustu vikuna hefur krían verið að verpa mikið og varpið að þéttast, en það fór hægt af stað og var gisið. Þannig er staðan núna, en það kemur í ljós næstu þrjár vikurnar hvernig þetta fer,“ segir Sæmundur.

Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands sagði að lundavarp á Íslandi væri ekki í góðu standi. „Við fórum hringinn, eins og við köllum það, og fórum í tólf vörp. Eitt varpanna er Elliðaey á Breiðafirði. Þar var ábúðarhlutfall 40%, það er hlutfall hola sem varpað er í, það hlutfall er afspyrnu lélegt. Á milli 70-80% er eðlilegt hlutfall. Þeir liggja þó enn á greyin. Miðað við fyrri reynslu þá tel ég að enginn af ungunum muni komast upp. Það lítur ekki vel út þarna. Við förum aðra ferð í júlí til að skoða ástandið en við búumst ekki við miklu. Ég er ekki bjartsýnn fyrir Suður- og Vesturlandið. Landið virðist vera skipt í tvennt á milli Suður- og Vesturlands annars vegar og Norður- og Austurlands hins vegar. Ábúðarhlutfall á Suður- og Vesturlandi er allt undir 60% en Norður- og Austurland er yfir þeirri prósentu. Á Papey er varpið í hvínandi blússi, þar er 75% ábúð og 70% er þegar klakið,“ sagði Erpur Snær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is