Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2012 12:56

Írsk málverkasýning í Kirkjuhvoli á Írskum dögum

Írskasti dagskrárliðurinn á Írskum dögum á Akranesi í ár verður án efa málverkasýning Georg Douglas í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Douglas sem reyndar hefur búið á Íslandi í 40 ár, sýnir myndir málaðar í olíulitum sem byggja á æskuminningum frá svokölluðum Feis danskeppnum, írsku dansa keppnum, og Riverdanssýningum.

Georg Douglas fæddist og ólst upp í London Derry þar sem ekki hefur alltaf verið friðsamt. Hann er jarðfræðingur að mennt og sinnti lengi kennslu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Blaðamaður Skessuhorns kíkti á Georg þar sem hann var að hengja upp myndirnar sínar í Kirkjuhvoli ásamt konu sinni Bergljótu Magnadóttur, en þau  búa í Mosfellsbænum.

Georg sagðist alltaf haft mikinn áhuga fyrir myndlist en ekki farið að mála að ráði fyrr en fyrir tíu árum. Hann hefur haldið þrjár einkasýningar og þetta er í fyrsta skiptið sem hann sýnir á Akranesi.

„Ég hafði alltaf svolitla óbeit á írsku dönsunum þegar ég var í skóla og sóttist ekki eftir að taka þátt í keppnunum, en svona leita minningarnar á mann. Það er því alveg af og frá að ég taki einhver spor við opnun sýningarinnar,” sagði Georg og hló, er myndir hans eru í mjög líflegum og skemmtilegum litum og þar er mikið að gerast. Sjón er sögu ríkari fyrir sýningargesti á Írskum dögum um næstu helgi , en opið verður alla daga í júlí klukkan 14-17.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is