Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2012 03:42

Borgarbúar kaupa helming áskriftarferða um göngin

Tæplega helmingur tekna Spalar af sölu ferða í áskrift er frá eigendum ökutækja sem skráðar eru á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega fjórðungur áskriftarteknanna kemur af Akranesi og ríflega 8% úr Borgarbyggð. Spölur hefur í fyrsta sinn látið greina uppruna tekna félagsins og ýmislegt forvitnilegt kemur þá í ljós segir í frétt af heimasíðu Spalar. Þar á meðal að hlutur höfuðborgarsvæðisins í heildartekjum Spalar er um eða yfir 50%.

Viðskiptavinir Spalar hafa þrjá möguleika til að greiða veggjald Hvalfjarðarganga, það eru keyptar áskriftarferðir með fyrirframgreiðslu og notkun veglykils, keypt afsláttarkort sem framvísað í lúgu gjaldskýlis í hvert sinn eða að borga stakar ferðir í lúgu.

Tekjur Spalar skiptust þannig hlutfallslega á árinu 2011: Áskrift/veglyklar 51%, afsláttarkort17,5%, stakar ferðir 31,5%. Þegar rýnt er í skiptingu heildartekna af áskriftarferðum kemur í ljós að hlutur höfuðborgarsvæðis er 24%, Akraness 11,7% og Borgarbyggðar 4,2%. Kaupendur afsláttarkorta eru einkum á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra en einnig á Vestfjörðum. Hér koma stéttarfélög launafólks nokkuð við sögu, sem skýrir áberandi hlut Norðurlands eystra í þessum efnum. Mörg stéttarfélög eiga orlofsíbúðir á Akureyri, í Reykjavík og á Vestfjörðum. Kaupendur stakra ferða eru fyrst og fremst þeir sem sjaldan fara um göngin. Þar er hlutur höfuðborgarsvæðisins langstærstur og stökum ferðum erlendra ferðamanna á sumrin fjölgar stöðugt. Tæplega þriðjungur heildartekna Spalar verður rakinn til þeirra sem borga fullt veggjald fyrir staka ferð, segir í frétt á heimasíðu Spalar, sem lesa má þar í heild sinni.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is