04. júlí. 2012 09:01
Í síðustu viku voru unnin eignaspjöll á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Brotnar voru rúður í fiskihjalli og bátageymslu auk þess sem skemmdir voru unnar á útveggjum og hurðum húsanna. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hefur verið talsvert um að munir sem geymdir eru utandyra á Safnasvæðinu í Görðum verði fyrir barðinu á skemmdarvörgum, einkum að undanförnu.