04. júlí. 2012 09:23
Bæjarhátíðin Írskir dagar verða haldnir á Akranesi um helgina og stendur undirbúningur nú sem hæst. Dagskráin er viðamikil og verða meðal annars margir tónleikar haldnir. Þá verða fastir liðir líkt og keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn og Lopapeysuballið á sínum stað. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er suðvestlæg átt í kortunum og líklegast verður skýjað og smá súld öðru hvoru um helgina. Þrátt fyrir það verði tiltölulega hlýtt, eða 12 til 14 stig og ekki nein teljandi úrkoma fyrr en á sunnudaginn.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru krakkarnir í vinnuskólanum nú í óða önn að skreyta og snyrta bæinn, meðal annars með því að hengja upp þessa appelsínugulu og grænu karla á ljósastaura.