Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2012 01:40

Hótel Egilsen opnað í Stykkishólmi

Þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði að Hótel Egilsen í Stykkishólmi í síðustu viku var mikið um að vera. „Við erum að opna hótelið núna, en höfum hins vegar verið með prufuopnanir áður. Við erum að meta hótelið og hvernig best sé að vinna með rýmið. Arkitektarnir okkar eru alveg einstakir, Aðalheiður Atladóttir og Falk Kruger, en þeim hefur tekist að nýta húsið til fulls í skipulagningu og styrkt stoðir þess. Hólmarar sem hafa komið hingað hafa sumir spurt mig að því hvernig mér tókst að stækka hótelið að innan. Daníel Freyr Atlason sá svo um alla innanmuni og stílfærslu hótelsins. Þetta er mikið hæfileikafólk og án þeirra hefði þetta ekki verið hægt. Þau unnu einstakt verk í gömlu húsi,“ segir Gréta Sigurðardóttir sem fer fyrir eigendum Hótel Egilsen. „Þetta hús hefur haft heilmörg nöfn í gegnum árin. Fyrstu tuttugu árin hét húsið Egilsenshús en þaðan fáum við nafnið á hótelinu. Þetta er alveg yndislegt hús og setur svip sinn á bæinn.“

Í hótelinu eru tíu herbergi, átta af þeim eru tveggja manna og tvö eru fyrir einstaklinga. Þá er einnig búið að gera garð í kringum hótelið. „Það er til mynd frá 1893 sem tekin var af veislu sem haldin var í garðinum hérna fyrir utan. Girðingin sem við settum upp núna er alveg eins og sú sem var þá. Við ætlum að virða sögu hússins,“ segir Gréta.

„Kúltúr hótelsins verður saga og bækur. Fólk getur fengið bækur til að lesa og skoða og við ætlum að gera sögunni góð skil. Gestir hótelsins hafa sagt að það að koma hingað sé eins og að koma á safn. Allir hlutir hérna inni eiga sér sögu og hvert húsgagn er valið með kostgæfni. Við erum til dæmis með stóla sem voru hannaðir af Sveini Kjarval og það verða ekki fleiri framleiddir. Þetta verður heiðarleikahótel, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Heiðarleikahótel ganga út á að treysta gestum algerlega. Til dæmis eru iPadar í öllum herbergjum og þegar við erum búin að loka barnum þá geta gestir blandað sér sína eigin drykki og við treystum þeim til að kvitta fyrir þeim. Þá ætlum við að vinna allan mat á hótelinu frá grunni, bökum til dæmis okkar eigin brauð og gerum okkar eigin sultur. Það verður mikið af fiski í súpunni og við reynum að fá allt okkar hráefni frá héraði,“ segir Gréta.

Hún segir að hótelið verði opið allan ársins hring. „Við stefnum á að hafa heilsársrekstur. Hótelið er tilvalið fyrir hópeflisfundi hjá fyrirtækjum og ef það eru stærri hópar þá höfum við tvö önnur gistiheimili, Bænir og brauð og Höfðagötu gistingu. Það er mikið að afþreyingu hérna í bænum og hún hefur verið að aukast. Við viljum að fólkið sem hingað komi sé ekki bara að koma hingað til að sofa. Við viljum að fólkið fái upplifun. Yfir Hólminum er ró og friður og það vilja gestir hafa.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is