Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2012 02:31

Apótek Vesturlands fimm ára

Um helgina voru fimm ár liðin síðan Ólafur Adolfsson lyfjafræðingur opnaði Apótek Vesturlands á Akranesi en það var 30. júní 2007. Óhætt er að segja að á brattann hafi verið að sækja í rekstrinum í fyrstu og ýmislegt hefur gengið á í samkeppninni á lyfjamarkaði á Akranesi á þessum tíma. Þegar Apótek Vesturlands var opnað var Lyf og heilsa með lyfjaverslun á Akranesi og mætti samkeppninni af hörku. Ólafur segist alveg hafa gert sér grein fyrir að hann væri að fara inn á harðan markað.

„Ég var búinn að kanna markaðinn hér mjög vel og ekki var ég alveg ókunnur apóteks rekstri því ég rak um þriggja ára skeið apótek í Iðufelli í Reykjavík fyrir Lyfjabúðir ehf. Einnig hafði ég starfað í fimm ár við markaðssetningu lyfja hjá alþjóðlegu lyfjafyrirtæki.

Viðtökurnar voru strax mjög góðar enda höfðu Skagamenn lengi kallað eftir bættri þjónustu og lægra lyfjaverði og í því lágu viðskiptatækifærin. Óneitanlega hjálpaði það mér að vera heimamaður og reyndar höfðu mjög margir Skagamenn skorað á mig um langt skeið að opna hér apótek. Fólk hafði verið ósátt við þjónustuna sem í boði hafði verið og þá sérstaklega opnunartímann en það var til dæmis ekki opið um helgar. Auk þess sem fólki fannst verðlag hátt,“ segir Ólafur.

 

Í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag er nánar rætt við Ólaf Adolfsson lyfjafræðing um slaginn sem hann tók á lyfjamarkaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is