06. júlí. 2012 11:01
Skemmtiferðaskipið Le Boreal lá við bryggju Grundarfjarðar í gær. Le Boreal er fimm stjörnu skemmtiferðaskip með 132 káetum. Það er 142 metrar að lengd og 18 metrar á breidd. Skipið var smíðað í Ítalíu árið 2010 og er rekið af frönsku fyrirtæki. Þetta er þriðja skipið sem kemur til Grundarfjarðar í sumar af 18 skipulögðum komum skemmtiferðaskipa. Le Boreal mun svo sigla til Hafnarfjarðar, þar sem nýir gestir koma um borð. Eftir það mun skipið koma aftur til Grundarfjarðar á leið sinni norður með landinu til Jan Mayen og til baka. Skipið fer fjórar svona ferðir í sumar.