Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júlí. 2012 03:00

Met sett á A svæði strandveiða

Strandveiðar hafa gengið vel þessa vikuna á Snæfellsnesi. Á mánudaginn var sett nýtt met í afla á einum degi á A svæði þegar tæplega 190 tonn voru veidd. Betur veiddist þó á Vestfjörðum heldur en Snæfellsnesi þar sem þorskurinn virðist vera að færa sig norðar. Menn voru sammála um að sjómennirnir þyrftu að fara lengra út til að ná skammtinum. Frá Ólafsvík voru sumir að fara allt að 30-40 mílur út. Á Snæfellsnesi öllu gengu veiðarnar misvel og minni bátar sem ganga ekki hratt með minni fisk en bátarnir sem fóru langt út. Nokkrir menn sem blaðamaður Skessuhorns ræddi við töluðu um að veiðar á A svæði yrðu ef til vill stöðvaðar eftir gærdaginn þrátt fyrir að einungis fjórum veiðidögum væri lokið. Þegar þessi frétt var skrifuð var ekki búið að gefa út tilkynningu frá Fiskistofu um stöðvun veiða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is