Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júlí. 2012 11:07

Gamli maðurinn og hafið frá upphafi til enda opnuð í Leifsbúð

Þorkell Þorkelsson ljósmyndari hefur opnað ljósmyndasýninguna „Gamli maðurinn og hafið frá upphafi til enda“ í Leifsbúð í Búðardal. Uppsetningin í Dölunum er önnur sýningin í þriggja sýninga röð Þorkels en áður hafði hann sett upp sýninguna í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. Sýningin er skrásetning uppsetningar brúðuleiksýningar Bernd Ogrodnik á sögu Ernest Hemningway, Gamli maðurinn og hafið, sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík í vor. Þorkell er meðal þekktustu ljósmyndara á Íslandi í dag. Hann hefur unnið að fjölmörgum verkefnum á liðnum árum, bæði á fjölmiðlum og í mannúðar- og hjálparstarfi á alþjóðlegum vettvangi t.d. á vegum Alþjóða rauða krossins (IRFC). Hann lauk meistaragráðu í ljósmyndun frá University College Falmouth í Bretlandi en hans sérsvið eru frásagnarljósmyndir. Í dag starfar Þorkell sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari auk þess sem hann rekur Gallerí gersemi í Borgarnesi.

 

Sýning Þorkels í Leifsbúð stendur yfir fram til 8. ágúst og verður opin á afgreiðslutíma búðarinnar. Þorkell hyggst loks halda þriðju sýninguna á Akranesi í september og er hún fyrirhuguð í listasetrinu Kirkjuhvoli. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is