Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2012 06:31

Efnahagsleg áhrif stangveiða í Borgarbyggð verði könnuð

Á fundi Byggðaráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var samþykkt að gerð verði úttekt á samfélagslegum áhrifum stangveiða í héraðinu. Það var Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista Samfylkingarinnar í byggðaráði sem lagði fram tillöguna sem hlaut einróma samþykki. Markmið úttektarinnar verður meðal annars að kanna vannýtt sóknarfæri í tengslum við stangveiði, s.s. þjónustu við veiðimenn og að kanna hversu stór hluti starfa í beinum tengslum við stangveiði er unnin af heimamönnum. Sömuleiðis verður kannað hversu stór hluti af aðföngum og þjónustu er keypt innan héraðs. Kannaðir skuli einnig möguleikar á að efla hlut sveitarfélagsins og íbúa þess í stangveiðiauðlindinni, t.d. með aukinni atvinnuþátttöku og þjónustu. Að endingu er markmiðið að vekja athygli á því hversu umfangsmikil auðlind stangveiðin er í Borgarbyggð. Byggðaráð samþykkti að leita eftir liðsinni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að vinna úttektina.

 

 

 

 

Til grundvallar tillögunni liggja niðurstöður BS lokaritgerðar Önnu Steinsen frá 2011 í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Könnun Önnu leiddi í ljós að rúmlega 25% af heildar laxveiði af náttúrulegum stofnum í ám á Íslandi árin 1974-2009 hafi verið í sveitarfélaginu. Þá eru fjórar af tíu fengsælustu laxveiðiám landsins að finna í Borgarbyggð. Talið er að heildar efnahagslegt virði laxveiða í Borgarbyggð til íslenska hagkerfisins, bein, óbein og afleidd áhrif, sé í kringum 3 milljarða, en árið 2009 var talan 3,2 milljarðar að mati Önnu. Heildartekjur veiðifélaganna í Borgarbyggð námu 407 milljónum króna árið 2009 og námu arðgreiðslur til eigenda veiðijarða 289 milljóna, sem skiptust á 252 jarðir. Liðlega 40% af þessum arði fór til lögheimila utan sveitarfélagsins, hlutfall sem árið 1990 var einungis 27%. Beinar skatttekjur sveitarfélagsins í formi fasteignaskatts af veiðihúsum námu 8,8 milljónum króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is