Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2012 12:59

Vel gengur að slökkva sinuelda við Rauðkollsstaði

Sinueldar sem geisað hefur í landi Rauðkollsstaða í Eyja- og Miklaholtshrepp á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag og í kvöld hafa nú að mestu verið slökktir. Í samtali við Skessuhorn fyrir stundu sagði Jökull Fannar Björnsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar að verið væri að slökkva síðustu glæðurnar. Tilkynnt var um sinueld síðdegis í dag í mýrarflóa um 2 km suðvestan við Rauðkollsstaði og var Slökkvilið Borgarbyggðar komið á vettvang um klukkan fjögur. Slökkvistarf gekk framan af vel þar til haugsuga, sem notuð var í slökkvistarfinu, festist. Þá náði eldurinn að breiðast út að nýju um flóann. Slökkviliðsmenn brugðust skjótt við og kölluðu út liðsauka auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var fengin á vettvang. TF-LIF er eina þyrla gæslunnar sem búinn er til slökkvistarfa og hafði hún meðferðis stærðar slökkvifötu sem getur borð allt að 2100 lítra af vatni. Sótti þyrlan sjó í Haffjörð og jós yfir eldhafið. Auk þess náðist að losa hina föstu haugsugu og kom hún að góðum notum ásamt annarri haugsugu frá nærliggjandi bæ í kvöld. Jökull segir að þyrlan hafi komið á vettvang um klukkan tíu í kvöld og hafi slökkvifatan góða ráðið úrslitum í slökkvistarfinu.

 

Aðstæður við Rauðkollsstaði voru nokkuð erfiðar í kvöld. Nokkur vindur lá í vestur og var jörð afar þurr eftir langvarandi rigningarleysi undanfarnar vikur. Þá reyndist nokkur þraut að koma að vélum í brennandi mýrarflóanum eins og fyrr hefur verið greint frá. Að sögn Jökuls þá er ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Hann vildi koma því á framfæri að fólk verði að fara varlega með eld úti í náttúrunni. Gras sé nú eins og púðurtunna og því bera að fara afar varlega með eld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is