Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2012 10:18

Sinueldurinn talinn hafa kviknað út frá heitu gjalli

Aðstæður voru nokkuð erfiðar þegar slökkvilið Borgarbyggðar, þyrla Landhelgisgæslunnar og bændur börðust við sinuelda við Rauðkollsstaði í gærkvöld. Þyrlan var á vettvangi fram undir miðnætti en þá hafði tekist að slökkva mestu eldana. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð sagði í samtali við Skessuhorn að unnið hafi verið í því að slökkva síðustu glæðurnar og bleyta svæðið rækilega fram til klukkan fimm í morgun en þá var slökkvistarfi lokið. Aðspurður um eldsupptök sagði Bjarni að böndin berast að jarðýtu sem var í flóanum. Skömmu áður en tilkynnt var um eldinn er vitað að verið var að vinna við suðu við jarðýtuna og liggur grunur á að heitt gjall hafi fallið í grasið og kveikt þannig í sinunni. Bjarni segir að fólk verði að vera á tánum þegar kemur að meðferð eld og eldfimra efna í náttúrunni, sérstaklega í þurrkatíðinni um þessar mundir. Að endingu vildi hann koma á framfæri þakklæti til sinna manna í slökkviliðinu svo og bænda í héraðinu sem alltaf sjá af tíma sínum og tækjum, jafnvel á háannatíma, til að aðstoða í neyð. Þar að auki þakkaði hann Ölgerð Egils Skallagrímssonar fyrir að gefa slökkvifólki orkudrykki meðan á slökkvistarfi stóð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is