Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2012 12:49

Dekk nýrrar brúar í Almannagjá klætt greni úr Skorradal

„Við lögðum metnað okkar í að hafa íslenskt efni í þessari brú og erum ákaflega stolt af því að megnið af því efni sem notað var er greni úr Skorradal. Þetta eru engar renglur því dekkið er klætt með sjö á hálfs sentímetra þykkum plönkum,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum en timbur í dekk nýrrar brúar í Almannagjá kemur allt frá Skógrækt ríkisins í Skorradal.

Ólafur sagði brúna þurfa að vera trausta og því séu svo þykkir plankar í dekkinu. „Þarna fara margir um og á góðri viku getur fjöldi ferðamanna sem fer um brúna verið um tuttugu þúsund. Maður horfir á einn hóp af skemmtiferðaskipi koma niður gjána þegar annar er að leggja af stað upp gjána. Þetta er álíka fólksstraumur og niður Laugaveginn á þjóðhátíðardegi. Svo safnast snjór á brúna sem gæti sligað hana ef hún er ekki nógu traust. Hans vegna þurfum við líka að komast með litlar vinnuvélar á hana. Þetta þarf því að vera sterkbyggt og efnið sem við fengum úr Skorradalnum er það án efa. Allir sem að smíði brúarinnar komu voru ánægðir með það,“ segir Ólafur Örn.

Brúin lokar af gjótu sem opnaðist í Almanngjá í fyrra. Hún er fimmtíu metra löng og tveir og hálfur metri á breidd. Nánar er fjallað um viðarvinnslu í Skorradal í viðtali við skógarhöggsmann í Skessuhorni í vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is