Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2012 02:01

Enn brennur eldur í mó

Að sögn Auðuns Óskarssonar landeiganda að Rauðkollsstöðum þar sem sinubruninn varð í gær var honum létt að náðst hafi að stemma stigu við eldunum. Þegar Skessuhorn náði tali af honum í dag lýsti hann því fyrir blaðamanni að einhver eldur brynni enn neðanjarðar í mó. Slíkur eldur sé erfiður viðureignar og slokknar ekki fyrr en glóð nær niður að grunnvatni sem er á 50-60 sentimetra dýpi. Auðunn vaktar nú mýrarflóann sem brann dyggilega ásamt heimilisfólki á Rauðkollsstöðum en enn ríkur sumstaðar úr jörð vegna glóða neðanjarðar. „Undanfarin sólarhringur hefur verið þungur. Sem betur fer slapp skógrækt okkar við eldana sem geisuðu einungis á beitilandi rammað djúpum skurðum,“ sagði Auðunn. Hann bætir því við að gríðarlegur þurrkur sé á þessum slóðum og eina úrkoman sem komið hefur voru smávægileg skúrir fyrir tæpri viku. Því sé brýnt fyrir fólk að halda eldi fjarri grasi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is