Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2012 06:31

Ágreiningur leiddi til skemmdarverka

Skemmdarverk voru unnin við Skarðsstöð í Búðardal aðfararnótt föstudagsins í síðustu viku. Þá var stóru fiskikari, fullu af grásleppunetum, velt á hliðina og hluti netanna hent út fyrir bryggjukantinn og í höfnina. Þá voru net dregin upp úr öðru kari og upp eftir höfninni. Að sögn lögreglunnar í Búðardal er talið að ágreiningur milli manna hafi legið að baki skemmdarverkanna. Þá hafi trúlega verið notuð einhver vél, traktor eða lítil grafa, við verkið. „För á vettvangi gáfu það til kynna enda erfitt að velta jafn þungu kari með öðrum leiðum. Þó tjónið hafi ekki verið mikið hefði atvikið getað skapað þó nokkra hættu þar sem um er að ræða löndunaraðstöðu smábátanna í Dalabyggð og hefðu netin til að mynda getað flækst í skrúfur báta. Ég held samt að atvikið hafi heldur skapað óþægindi frekar en hættu,“ sagði Jóhannes Björgvinsson lögregluþjónn í Búðardal í samtali við Skessuhorn.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is