11. júlí. 2012 09:01
Líkt og fyrri sumur stendur Háskólinn á Bifröst fyrir opinni fyrirlestraröð. Þema fyrirlestraraðarinnar í ár er frumkvæði og frumkvöðlar og nefnist hún því nýstárlegu nafni: Frá hugmynd að heimsenda. Framsögufólk hefur allt fengist við nýsköpun í einhverri mynd og mun í erindum sínum segja sína sögu og miðla af reynslu sinni til áheyrenda. Fyrsti fyrirlesturinn fór fram í síðustu viku er Kristján B. Jónasson útgefandi og stofnandi bókaútgáfunnar Crymogea og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda steig á stokk og ræddi um leiðir til að gefa út bækur fyrir alþjóðamarkað. Fyrirlestarnir fara fram á hverjum fimmtudegi fram til 9. ágúst og eru haldnir í Hriflu milli klukkan fjögur til fimm. Sjá nánar dagskrá fyrirlestranna á heimasíðu Bifrastar.